Frelsi til
að upplifa útiveru á ný. að kanna náttúruna. að uppgötva nýjar slóðir. að vera með fólkinu þínu.

Exoquad: Aðgangur að ævintýrum!

Við erum á leið í leiðangur sem sameinar fólk og náttúru á ný. Exoquad er alrafdrifið fjórhjól með einstaka torfærugetu og langa drægni. Það er sérhannað fyrir fólk með skerta hreyfigetu eða aðrar líkamlegar áskoranir — til að tryggja frelsi til að kanna, upplifa og njóta útivistar á eigin forsendum.

Exoquad er hannað, þróað og framleitt í Álasundi í Noregi.

Exoquad var hannað frá grunni með áherslu á ríkulegt notagildi fyrir þá sem glíma við skerta hreyfigetu. Drifgetan er gríðarleg og hjólið er létt og lipurt í snúningum. Þetta sameinast svo allt í þeim einstaka farskjóta sem Exoquad hjólið er.

Ný sýn

Exoquad brýtur niður staðalmyndina um að fólk með skerta hreyfigetu þurfi að sætta sig við óhentug og hægfara farartæki sem eingöngu eru gerð fyrir slétt yfirborð. Aðeins um 90 kíló að þyngd er Exoquad bæði nett, klettstöðugt og lætur auðveldlega að stjórn. Fjöðrunin er stillt eftir þyngd hvers og eins notanda.

  • Mikið snúningsvægi (torque)

  • 2300 watta batterí

  • 200 mm fjöðrun

  • 5-6 klst. rafhlöðuending